Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

11. apríl 2008 kl. 19.10

Nú er það svart

Fært undir Óflokkað

Að ósk hálf sjötugra meðlima hópsins verður í framtíðinni allt sem skrifað er hér inn ekki í neinum listrænum stíl þar sem mörk raunveruleika og hins ímyndaða heims renna saman. Heldur verður leitað til fyrri tíma þar sem innihaldið skipti meira máli en útlitið og framundan er allt svart. Yngri meðlimir hópsins, þar á meðal ritari þessarar síðu, eru reyndar sammála þessum ábendingum og tóku þeim mjög vel.

Annars er það að frétta að næsta æfing verður klukkan átta og verður engin sér æfing að þessu sinni. Þetta er síðasta æfing fyrir sýningu svo það verður rennt í gegnum sýningu á næstu æfingu, farið yfir framkomu, útgöngu og annað.

Eftir samtal við Ragnheiði hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar komst ég að því að það sem þau sögðu um daginn með að ferðin myndi ekkert hækka var ekki alveg rétt. Rétt er að þau hafa ekki hækkað hana, en ef við komum núna og greiðum upp ferðina þá reiknar hún upp ferðina á því gengi sem er á þeim degi sem lokagreiðsla fer fram. Hún er sem sagt ekki búin að reikna hana upp en ef krónan styrkist aftur fljótlega mun ferðin ekki hækka

Annars langaði mig að sýna ykkur hvað ég gerði, og nú stoppar okkur ekkert á leið til heimsfrægðar.

http://www.youtube.com/watch?v=ROqvH7E7XHc

Ég mun bæta meiru við um helgina, fylgist með!!!!!

Agnes

Færslan var rituð 11. apríl 2008 kl. 19.10 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „Nú er það svart“

  1. Margrét:

    Jájájá - bara fræg youtube.com………

  2. Heiðdís:

    Já þú ert snillingur Agnes enginn vafi á því. kv. Heiðdís