Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

5. apríl 2008 kl. 10.14

Sýningar

Fært undir Óflokkað

Næsta fimmtudag dansa þeir sem geta við styrkúthlutun Eyþings. Athöfnin verður næsta fimmtudag klukkan fjögur í Laugaborg, Eyjafjarðasveit. Dansfélagið sótti um styrk til Færeyjaferðar og fékk rausnarlegar styrk sem mun koma sér vel.

 Hvað er Eyþing?

Í landinu eru starfandi átta landshlutasamtök sem einkum sinna staðbundnum hagsmunamálum sveitarfélaga og eru pólitískur samráðsvettvangur sveitarstjórna í viðkomandi landshluta. Að auki sinna nokkur samtakanna veigamiklum rekstri samstarfsverkefna.
Landshlutasamtökin eru frjáls samtök samber 81. og 86. grein sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Eyþing er landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðausturlandi frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, að báðum sveitarfélögum meðtöldum. Innan Eyþings eru 16 sveitarfélög með um 28.500 íbúa. Eyþing var stofnað árið 1992 þegar Fjórðungssamband Norðlendinga var lagt niður.
Hlutverk Eyþings er að efla samvinnu sveitarfélaga í landshlutanum, gæta hagsmuna þeirra, styrkja byggð og mannlíf í landshlutanum öllum, atvinnulega, félagslega og menningarlega. Þá er Eyþingi einnig ætlað að hafa samstarf við önnur landshlutasamtök sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, svo og héraðsnefndir á starfssvæðinu.  Sjá heimasíðu Eyþings, http://www.eything.is/

Nú eru fimmtán dagar í sýningu hjá okkur svo nú er skyldumæting á allar æfingar sem okkur verða settar fyrir. Þeir sem ekki eru að sýna geta lagt sitt af mörkum með annars konar vinnuframlagi.

  • Það þarf að raða upp í salinn,
  • Sjá um veitingar sem boðnar verða í hléi,
  • Sjá um miðasölu
  • Útvega veitingar
  • Selja auglýsingar í sýningaskrá
  • Sækja um styrki hjá fyrirtækjum
  • Margt fleira sem fellur til þegar nær dregur

Annars er það að frétta af Færeyjaferð að samkvæmt upplýsingum frá Ferðaskrifstofu Akureyrar hefur verð á ferðinni ekki hækkað þó gengi krónunnar hafi breyst. Sú sem ég talaði við taldi ekki líklegt að það yrðu neinar breytingar.

Svo hefur Ferðaskrifstofa Akureyrar beðið um sýningu 23. maí nk. í Laufási fyrir hóp á þeirra vegum.

Agnes

Færslan var rituð 5. apríl 2008 kl. 10.14 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

Ein ummæli við „Sýningar“

  1. Heiðdís:

    Allt þetta er frábært og mikil spenna komin í okkur. Óskandi að allir mæti með bros á vör á æfingarnar sem framundan eru því þær eru nauðsynlegar svo allt gangi vel fyrir sig. kv. Heiðdís og Elís