Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

25. mars 2008 kl. 18.21

Sýning

Fært undir Óflokkað

Ég vona að allir viti af sýningunni næsta sunnudag kl. 4 fyrir ferðamálafrömuðina. Við verðum í gamla oddvitanum og nú verðum við að sýna okkar bestu hliðar (Svona eins og við litum út í sjónvarpinu). Nú eru páskarnir liðnir og allir áttu að vera búnir að læra alla texta utan að. Ég hugsa að nú sé pressan komin á, þessi sýning getur skipt sköpum fyrir okkur ef vel tekst til. 
Eru annars ekki þeir sem eiga að mæta kl 7 næsta fimmtudag með það á hreinu? Eins og fyrri daginn man ég ekkert hverjir það eru en þeir voru lesnir upp á síðustu æfingu.

Agnes

Færslan var rituð 25. mars 2008 kl. 18.21 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.