Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

28. febrúar 2008 kl. 22.32

Í fréttum er þetta helst…

Fært undir Óflokkað

Nú er komið að því að greiða mótsgjaldið til Færeyja. Hópurinn verður að greiða allt í einu lagi og því verða allir að greiða inn á reikning Vefarans fyrir 5. mars nk. Kt. er 450207-0550 og bankinn er 162-26-8005. Mótsgjaldið er 1.700 DKK sem eru 22.797 á mann miðað við gengið í bönkunum í dag. Endilega passið að kennitala greiðanda komi fram þegar greitt er.
Allir sem eru að fara til Færeyja verða að greiða mótsgjald hvort sem þeir eru félagar í hópnum eða ekki því inni í mótsgjaldinu er allt fæði á meðan móti stendur, milliferðir og lokahóf.

En Magga, hverjir eiga að mæta fyrr næsta fimmtudag?? Missti ég af því?

Svo eru þeir sem enn eiga eftir að greiða árgjaldið vinsamlegast beðnir að greiða það.

Við fengum góða gesti frá N4 í kvöld sem komu að kynna sér starfið hjá okkur. Við verðum líklega á Aksjón næsta miðvikudag eða fimmtudag.

Sumarsýninganefndin kynnti hvað þau eru búin að gera, sem var alveg heilmikið verð ég að segja. Þau hafa staðið sig ljómandi vel í að koma okkur á kortið og eru búin að vera mjög virk, búin að hafa samband við hina ýmsu aðila sem eru líklegir til að kaupa sýningu af okkur. Klöppum fyrir því.

Búið er að ákveða að halda sýningu til fjáröflunar þann 20. apríl nk. og átti fólk að skrá sig hjá Möggu. Þó að fólk sé ekki endilega að sýna er nóg annað sem þarf að gera og það vantar alltaf söngfólk með.

GÓUGLEÐI, hún verður 14. mars nk. í Rauða Kross salnum eins og undanfarin ár. Sissa, Mæja og Richard eru í nefndinni og munu koma síðar með nánari upplýsingar fyrir okkur. Munið bara að taka kvöldið frá.

Þá held ég að sé komið nóg af fréttum í bili
Agnes

Færslan var rituð 28. febrúar 2008 kl. 22.32 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „Í fréttum er þetta helst…“

 1. Hallmundur:

  Úbbs,misstum við af að koma í sjónvarpinu! Það var ferlegt!!
  Gott að sjá að þið haldið ykkar striki þótt við mætum ekki!!!
  Að gamni slepptu: Til hamingju með nýja bloggið.

  Kveðja.

 2. Margrét:

  Jájá- mikið um að vera.
  Þórey og María - Palli og Silla og við Gunni mætum kl.7 næsta fimmtudag.
  Það verður held ég aldrei of mikið ítrekað að allir eru velkomnir að taka þátt í því sem verið er að gera. Þó menn vilji ekki eða geti ekki sýnt þá er eins og Agnes segir ótal önnur verk sem falla til og gott og gaman að hafa margar hendur.
  Æfingin var fín í gærkvöld, góð mæting - frábært að það voru svona margir þegar sjónvarpið var. Og enginn vissi af því nema stjórnin og kannski varla það.
  Hittumst hress næsta fimmtudag.
  Kveðja Magga