Dansfélagið Vefarinn

Nú vefum við mjúka, og dýrindis dúka

22. febrúar 2008 kl. 14.00

Næsta æfing

Fært undir Óflokkað

Þeir sem eiga að vera í ameríska valsinum eiga að mæta klukkan sjö. Ég man ekkert hverjir það voru en reikna með að þeir sem eru í honum viti af því.

Allir aðrir eiga að mæta klukkan 7:45 með söngbækurnar því nú ætlum við að byrja hverja æfingu á að syngja saman. Þá lærum við textana betur og þá gengur okkur betur í dansinum. Það munar um að taka 10 - 15 mínútur í hverri viku.

Kveðja
Agnes

Færslan var rituð 22. febrúar 2008 kl. 14.00 og færð undir Óflokkað.
Þú getur fylgst með ummælum við hana með RSS veitu. Þú getur ritað ummæli, eða send bakvísun frá þínum vef.

2 ummæli við „Næsta æfing“

  1. sissa:

    Gott mál alveg ,maður er alltof latur að læra textana þarf helst eitthvað átak til þess .Svona til að mynna fólk á að Góugleðin verður 14.mars í Rauðakrosshúsinu .nánar um það síðar.kveðja Sissa

  2. Heiðdís:

    það er eins gott að fólk hafi með sér eyrnatappa og noti þá svo það haldist innan dyra þegar ég tek lagið. Kveðja Heiðdís